Trump segir Pútín að binda enda á stríðið í Úkraínu

„Ég sagði Vladimír, við skulum leita sátta fyrir Rússlandi fyrst, …
„Ég sagði Vladimír, við skulum leita sátta fyrir Rússlandi fyrst, þú getur haft áhyggjur af þessu síðar“ AFP/Saul Loeb

Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hafna tilboði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í dag um sáttamiðlun í deilum Ísraels og Írans og sagði að rússneski forsetinn ætti fyrst að binda enda á sitt eigið stríð í Úkraínu.

„Hann bauðst reyndar til að hjálpa til við sáttamiðlunina. „Ég sagði gerðu mér greiða, leitaðu sátta í þínu eigin stríði. Við skulum leita sátta fyrir Rússlandi fyrst, allt í lagi?“ sagði Trump við blaðamenn í Hvíta húsinu.

„Ég sagði Vladimír, við skulum leita sátta fyrir Rússlandi fyrst, þú getur haft áhyggjur af þessu síðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert