Geimflaug SpaceX sprakk í Texas

Atvikið átti sér stað í Starbase, höfuðstöðvum SpaceX í Texas …
Atvikið átti sér stað í Starbase, höfuðstöðvum SpaceX í Texas nálægt landamærum Mexíkó. AFP/Michael Gonzalez

Svokallað stjörnuskip (Starship) úr smiðju SpaceX, fyrirtækis Elons Musk, sprakk á skotpalli í Texas í Bandaríkjunum í gær. Engan sakaði.

Musk hefur sagst vilja flytja fólk til Mars í geimþotum sínum en viðbúið er að atvik sem þessi setji strik í reikning auðjöfursins hvað það varðar. 

Atvikið átti sér stað við reglubundið eftirlit í Texas seint á miðvikudagskvöld. Geimskutlan er sú stærsta í heiminum, heilir 123 metrar á hæð. Slík skutla hefur áður sprungið eftir flugtak. 

Reykur í lofti eftir að geimskutla SpaceX sprakk í Texas.
Reykur í lofti eftir að geimskutla SpaceX sprakk í Texas. AFP/AFP/Michael Gonzalez
Starship SpaceX er stærsta og öflugasta geimskutlan sem til er.
Starship SpaceX er stærsta og öflugasta geimskutlan sem til er. AFP/Chandan Khanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert