Íran varar Bandaríkin við „harkalegum viðbrögðum“

Reykur í loftinu yfir Teheran eftir árás Ísraela þann 18. …
Reykur í loftinu yfir Teheran eftir árás Ísraela þann 18. júní, á sjötta degi átakana. AFP

Stjórnvöld í Íran hafa varað ríkisstjórn Bandaríkjanna við afskiptum af átökum Írans við Ísrael. Þeim myndu fylgja harkaleg viðbrögð.

„Glæpsamleg ríkisstjórn Bandaríkjanna og þeirra heimski forseti skulu hafa það á hreinu að ef þau gera þau mistök að hefja aðgerðir gegn Íran verður þeim mætt með harkalegum viðbrögðum frá íslamska lýðveldi Íran,“ segir í tilkynningu.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er sagður íhuga árás­ir á kjarn­orku­innviði Íran til stuðnings Ísra­els­mönn­um sem hófu loft­árás­ir á föstu­dag. Íran­ar svöruðu árás­un­um strax með loft­árás­um á Ísra­el og hafa árás­ir nú gengið á víxl í sjö daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert