Katz segir æðstaklerk verða látinn sæta ábyrgð

Israel Katz varnarmálaráðherra, Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Yariv Levin dómsmálaráðherra …
Israel Katz varnarmálaráðherra, Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Yariv Levin dómsmálaráðherra Ísraels í ísraelska þinginu. AFP/Menahem Kahana

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir að æðstiklerkur Írans, Ali Khamenei, verði látinn sæta ábyrgð vegna árása Írana á Soroka-sjúkrahúsið í Beer Sheva í suðurhluta Ísraels í nótt.

Katz segir þá að Ísraelsher hafi verið skipað að herða árásir á Íran.

Einn alvarlegasti stríðsglæpurinn

„Þetta er einn alvarlegasti stríðsglæpurinn og Khamenei verður látinn sæta ábyrgð vegna gjörða sinna,“ segir Katz og bætir við að hann ásamt Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi skipað hernum að herða árásir á hernaðarleg skotmörk í Íran til að eyða ógnum við Ísraelsríki og koma höggi á klerkastjórnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert