Segja Íran geta framleitt kjarnorkuvopn á næstu vikum

Gervihnattamynd gefin út í dag af gervihnattarfyrirtækinu Maxar. Loftmyndin sýnir …
Gervihnattamynd gefin út í dag af gervihnattarfyrirtækinu Maxar. Loftmyndin sýnir mynd af því sem Ísraelski herinn segir vera kjarnorkumannvirki í Arak í Íran. AFP/Gervihnattarmynd

Hvíta húsið segir Íran geta framleitt kjarnorkusprengju á aðeins nokkrum vikum.

„Íran hefur allt sem þarf til að framleiða kjarnorkuvopn. Það eina sem þeir þurfa er að leiðtoginn ákveði að gera það. Það myndi aðeins taka nokkrar vikur að búa til vopnin.“

Þetta sagði Karoline Leavitt, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert