Árásirnar tafið fyrir þróun kjarnorkuvopna

Ísraelsmenn segja að árásirnar hafi skilað miklum árangri.
Ísraelsmenn segja að árásirnar hafi skilað miklum árangri. AFP/Atta Kenare

Ísraelsmenn áætla að árásir þeirra á kjarnorku- og hernaðarinnviði í Íran hafi tafið möguleika klerkastjórnarinnar í Íran á því að þróa kjarnorkuvopn um „að minnsta kosti tvö eða þrjú ár.“

Þetta sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, í viðtali við þýska dagblaðið Bild.

Árásir Ísraels, sem hafa beinst að kjarnorku- og hernaðarinnviðum ásamt herforingjum og kjarnorkuvísindamönnum, hafa skilað „mjög mikilvægum“ árangri, sagði Gideon Saar.

„Samkvæmt mati sem við höfum fengið þá höfum við nú þegar tafið möguleika þeirra á að búa til kjarnorkusprengju um að minnsta kosti tvö eða þrjú ár,“ sagði Saar.

Hætta ekki fyrr en ógnin er ekki lengur fyrir hendi

„Sú staðreynd að við höfum tekið úr leik þá einstaklinga sem leiddu og ýttu á vopnvæðingu kjarnorkuáætlunarinnar er gríðarlega mikilvæg,“ sagði hann við Bild.

Hann segir árangurinn vera mikinn en að ísraelsk stjórnvöld muni ekki hætta fyrr en ógnin verður alfarið fjarlægð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert