Bjóða Írönum diplómatíska lausn

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Frakkland og önnur stór Evrópuríki ætli að bjóða Írönum diplómatíska lausn til að binda enda á átök þeirra við Ísrael.

Franski utanríkisráðherrann Jean-Noel Barrot hittir síðar í dag íranska utanríkisráðherrann Abbas Araghchi í Genf í Sviss.

Macron er hægra megin á myndinni.
Macron er hægra megin á myndinni. AFP/Benoit Tessier

Macron sagði að Barrot muni „leggja á borðið diplómatíska og tæknilega lausn til að ná samkomulagi”.

Hann bætti við að samherjar Frakka, Þjóðverjar og Bretar, væru þar með í ráðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert