Brátt verður ekki aftur snúið

Recep Tayyip Erdogan.
Recep Tayyip Erdogan. AFP/Alberto Pizzoli

Átökin á milli Írans og Ísraels eru að nálgast þann tímapunkt að „ekki verður aftur snúið”, sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag.

Bandarísk stjórnvöld íhuga um þessar mundir að taka þátt í stríðinu.

Íran og Ísrael hafa verið í stríði í átta daga, eða síðan Ísrael hóf flugskeytaárás á Íran.

„Því miður eru þjóðarmorðið á Gasasvæðinu og átökin við Íran að nálgast þann tímapunkt að ekki verður aftur snúið,” sagði Erdogan.

„Þessu brjálæði verður að ljúka eins fljótt og mögulegt er,” bætti hann við og varaði við afleiðingunum sem átökin gætu haft á svæðið, en einnig Evrópu og Asíu.

„Það er mikilvægt að taka fingurna af gikkjum og tökkum áður en meiri eyðilegging, blóðsúthellingar, dauði almennra borgara og hræðileg slys gerast sem geta haft áhrif á okkar svæði, ásamt Evrópu og Asíu um komandi ár,” sagði Erdogan á ráðstefnu Samtaka íslamskrar samvinnu (OIC).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert