Sprengja sprakk við norska sendiherrabústaðinn

Per Egil Selvag, sendiherra Noregs í Ísrael ásamt forseta landsins, …
Per Egil Selvag, sendiherra Noregs í Ísrael ásamt forseta landsins, Yitzhak Herzog. Ljósmynd/Sendiráð Noregs í Ísrael

Handsprengju var kastað inn í garð sendiherrabústaðs Noregs í Tel Avív í Ísrael í gærkvöld. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, greinir frá því í færslu á X.

„Ég fordæmi sterklega þennan alvarlega og hættulega glæp. Ég er fullviss um að ísraelsk lögregla muni bregðast skjótt við og hafa uppi á glæpamönnum þeim sem hann frömdu og að þeir verði látnir mæta alvarleika lagabókstafsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert