Átta látnir eftir að loftbelgur féll til jarðar

21 manns var um borð í loftbelgnum. Mynd úr safni.
21 manns var um borð í loftbelgnum. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í suðurhluta Brasilíu í dag þegar það kviknaði í loftbelg og hann féll til jarðar.

21 var um borð í loftbelgnum og því 13 manns sem eru taldir hafa lifað slysið af. Rannsókn er hafin á orsökum slyssins. Er þetta í annað sinn sem einstaklingar láta lífið í loftbelg í Brasilíu. 

Á samfélagsmiðlum hafa myndbönd af atvikinu farið í dreifingu en þar má sjá körfuna sem bar farþegana falla tugi metra til jarðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert