Nýleg skýrsla sem unnin var af netöryggisfyrirtækinu Cybernews varpar ljósi á að milljarðar lykilorða og annarra upplýsinga sem þarf til að skrá sig inn á einkasvæði á netinu hafi lekið í mörgum gagnalekum fyrirtækja yfir lengri tíma.
Telja þeir upplýsingarnar geta nýst netþrjótum í annarlegum tilgangi.
Samkvæmt skýrslunni er talið að um 16 milljarðar aðgangsupplýsinga hafi lekið í gagnalekunum en á meðal fyrirtækja sem lekinn nær til eru aðgangar fólks á Facebook, Apple og Google.
Upplýsingalekinn beindist ekki að einu fyrirtæki heldur virðist þessum gögnum hafa verið stolið yfir lengri tíma. Cybernews telja ástæðu gagnalekans vera vegna ótraustan hugbúnað sem fyrirtækin notast við.
Ekki er tekið fram í fórum hvers þessar aðgangsupplýsingar eru en einstaklingar eru hvattir til að temja sér góðar „netvenjur“.