„Vandinn liggur augljóslega hjá Ísrael“

Fidan sagði að koma yrði í veg fyrir að ástandið …
Fidan sagði að koma yrði í veg fyrir að ástandið þróaðist í vítahring ofbeldis. AFP/Pavel Bednyakov

Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, sakaði Ísrael á laugardag um að leiða Mið-Austurlönd að „algjörum hörmungum“ með því að hefja loftárásir á Íran þann 13. júní.

„Ísrael er nú að draga svæðið inn í algjörar hörmungar með árásum sínum á Íran, nágranna okkar,“ sagði Fidan á ráðstefnu Sam­taka íslamskr­ar sam­vinnu (OIC) sem stendur yfir í Istanbúl.

Fidan hélt því jafnframt fram að vandamálið í Mið-Austurlöndum væri ekki bundið við Palestínu, Líbanon, Sýrland, Jemen eða Íran. „Vandinn liggur augljóslega hjá Ísrael.“ 

Ógni enn frekar öryggi á svæðinu

Hann kallaði eftir því að látið yrði af árásum gegn Íran. „Við verðum að koma í veg fyrir að ástandið þróist í vítahring ofbeldis, sem myndi ógna enn frekar öryggi á svæðinu, sem og í heiminum öllum.“

Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti ávarpaði ráðstefnuna í gær og sagði átökin á milli Íran og Ísrael vera að nálgast þann tímapunkt að ekki yrði aftur snúið.

„Þessu brjálæði verður að ljúka eins fljótt og mögu­legt er,” bætti hann við og varaði við af­leiðing­un­um sem átök­in gætu haft á svæðið, en einnig Evr­ópu og Asíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert