Fyrirskipuðu brottför frá Líbanon

Thomas Barrack, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í Sýrlandi, og forseti líbanska …
Thomas Barrack, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í Sýrlandi, og forseti líbanska þingsins í Beirút í Líbanon á fimmtudaginn. AFP

Sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon segir að utanríkisráðuneytið hafi fyrr í dag fyrirskipað brottför fjölskyldumeðlima og bandarískra ríkisstarfsmanna, sem gegna ekki neyðarhlutverkum, frá Líbanon, eftir að Bandaríkin hófu loftárásir á kjarnorkuinnviði Írans.

„Þann 22. júní 2025 fyrirskipaði bandaríska utanríkisráðuneytið brottför fjölskyldumeðlima og starfsfólks ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem gegna ekki neyðarhlutverkum frá Líbanon vegna óstöðugrar og ófyrirsjáanlegrar öryggisstöðu á svæðinu.“

Þetta segir í yfirlýsingu á vefsíðu bandaríska sendiráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert