Hengdu Ísraelsmann sem var sagður stunda njósnir

Maðurinn var hengdur, af því er segir í tilkynningu frá …
Maðurinn var hengdur, af því er segir í tilkynningu frá írönskum dómstólum. AFP/Mohammed Huwais

Yfirvöld í Íran létu í dag taka af lífi ísraelskan mann sem hafði verið sakfelldur af írönskum dómstól fyrir að hafa stundað njósnir fyrir Mossad, leyniþjónustu Ísraels, í landinu. 

Maðurinn var sakaður um að hafa veitt leyniþjónustunni viðkvæmar upplýsingar en í yfirlýsingu frá dómsmálayfirvöldum í Íran segir að maðurinn hafi verið hengdur í morgun. 

Frá því að Ísrael hóf árásir á Íran 13. júní síðastliðinn hafa írönsk yfirvöld handtekið fjölda fólks sem grunað er um að stunda njósnir fyrir Ísrael. 

Asghar Jahangir, talsmaður íranskra dómsmálayfirvalda, sagði fyrr í dag að þrír einstaklingar hafi verið handteknir í borginni Kermanshah, í vesturhluta Írans, grunaðir um njósnir í dag. Sagði hann að einn af þeim handteknu væri ríkisborgari Evrópuríkis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert