Hvað tekur við ef klerkarnir falla?

Stuðningsmenn klerkanna efndu til fjölmennra mótmæla í höfuðborg Írans í …
Stuðningsmenn klerkanna efndu til fjölmennra mótmæla í höfuðborg Írans í gær, en mikil óvissa ríkir nú um framtíð klerkastjórnarinnar. AFP

Loftárásir Ísraela á kjarnorkuinnviði Írana hafa einnig að mörgu beinst að helstu undirstöðum klerkastjórnarinnar í Íran. Þannig hafa Ísraelar náð að fella marga úr yfirstjórn íranska byltingarvarðarins og íranska hersins, en að auki hafa þeir í raun náð yfirráðum í lofti yfir vesturhluta Írans og geta því gert loftárásir nánast að vild þar, sem og í höfuðborginni Teheran.

Árásirnar hafa þannig náð að veikja stöðu klerkanna innan Írans mjög og hafa Ísraelar gefið því undir fótinn að nú gæti verið rétti tíminn fyrir írönsku þjóðina til þess að rísa upp og varpa af sér oki klerkastjórnarinnar, á sama tíma og þeir neita því að það sé eitt af stríðsmarkmiðum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert