„Það er búið að kveikja í púðurtunnunni“

Ingibjörg Sólrún segist hafa haldið í þá trú að þetta …
Ingibjörg Sólrún segist hafa haldið í þá trú að þetta myndi ekki gerast. Samsett mynd/Arnþór/AFP

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að nú sé búið að „kveikja í púðurtunnunni“ og vísar þar til árása Bandaríkjamanna á Íran í nótt.

Hún tjáir sig um árásirnar í stuttri færslu á Facebook-síðu sinni og deilir með frétt af málinu.

„Hvílík skelfing! Ég sem hélt í þá trú að þetta myndi ekki gerast - en ég hélt líka að Putin myndi ekki gera innrás í Úkraínu. Hugarheimur vænisjúkra hefnigjarnra valdakarla er óskiljanlegur venjulegu fólki. Það er búið að kveikja í púðurtunnunni,“ skrifar hún.

Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á þremur stöðum í Íran í nótt, þar sem Íranar eru með kjarnorkustarfsemi sína.

Leiðtogar víða um heim hafa brugðist við árásunum með því að hvetja Írana til að snúa aftur að samningaborðinu með Bandaríkjunum og Ísrael og semja um kjarnorkuáætlun sína.

Þá sagðist Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, í færslu á X ugg­andi yfir árás­um Banda­ríkja­manna. Hann sagði þær „hættu­lega stig­mögn­un á svæði sem væri nú þegar á brún­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert