Þau særðu urðu ekki fyrir geislavirknimengun

Heilbrigðisráðuneyti Írans hefur haldið úti neyðarstöðvum vegna kjarnorkuslysa um árabil.
Heilbrigðisráðuneyti Írans hefur haldið úti neyðarstöðvum vegna kjarnorkuslysa um árabil. AFP/Menahem Kahana

Heilbrigðisráðuneyti Írans hefur gengist við því að loftárásir Bandaríkjahers á kjarnorkuinnviði landsins hafi sært ótilgreindan fjölda fólks.

Enginn hinna særðu hafi þó sýnt merki þess að hafa komist í tæri við geislavirk efni að því er fram kemur í X-færslu Hossein Kermanpour, talsmanns heilbrigðisráðuneytis Írans.

„Um árabil hefur heilbrigðisráðuneytið haldið úti neyðarstöðvum vegna kjarnorkuslysa í þeim sjúkrahúsum sem næst eru kjarnorkurannsóknarstofum,“ segir í færslunni.

„Sem betur fer hefur enginn þeirra særðu sem fluttir voru til neyðarstöðva í kjölfar amerísku sprenginganna sýnt merki geislamengunar.“

11 særðust í árásinni

Rauði hálfmáninn í Íran segir að 11 manns hafi særst í árásunum. Sjö þeirra hafi þegar verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert