Úkraínumenn segja árásir Bandaríkjamanna réttmætar

Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir aðgerðir Bandaríkjahers og Ísraels senda skýr skilaboð. …
Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir aðgerðir Bandaríkjahers og Ísraels senda skýr skilaboð. Á myndinni má sjá Oleksandr Sirskí, yfirmann Úkraínuhers. AFP/Kaniuka Ruslan

Úkraínsk stjórnvöld segja árásir Ísraela og Bandaríkja á Íran til að koma í veg fyrir að ríkið nái að þróa kjarnorkuvopn réttmætar.

Þetta kemur fram í tilkynningu utanríkisráðuneytis Úkraínu þar sem hernaðaraðgerðirnar eru lofaðar og sagðar gefa „skýr skilaboð“.

„Úkraína er þess fullviss að kjarnorkuáætlanir Írans verði að stöðva til þess að kjarnorkuógn steðji aldrei nokkurn tíma aftur að ríkjum Mið-Austurlanda eða öðrum ríkjum,“ segir í tilkynningunni.

Koma ríkisborgurum burt frá átakasvæðum

Úkraínska utanríkisþjónustan vinnur nú að því að koma ríkisborgurum Úkraínu og nágrannaríkja burt frá Íran og til Aserbaídsjan, að því er fram kemur í X-færslu Volodimírs Selenskí, Úkraínuforseta.

Nú þegar hafi 176 manns verið fluttir frá Ísrael til Egyptalands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert