Íran skýtur eldflaugum á bandarískar herstöðvar

Trump Bandaríkjaforseti heimsótti al-Udeid herstöðina í maí sl.
Trump Bandaríkjaforseti heimsótti al-Udeid herstöðina í maí sl. AFP/Brendan Smialowski

Ríkisfjölmiðlar í Íran greindu frá því fyrr í kvöld að her landsins hefði skotið eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjamanna í Katar og Írak. Er árásin hugsuð sem svar Írana við loftárásum Bandaríkjahers á þrjá staði sem tengjast kjarnorkuáætlun landsins.

Virðist meginþungi árásarinnar hafa beinst að herstöðinni al-Udeid í Katar, en þar eru höfuðstöðvar Bandaríkjahers fyrir flugaðgerðir í Mið-Austurlöndum. Eru að jafnaði um 8.000 hermenn í herstöðinni, en talsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins segja að enginn hafi særst í árásinni. 

Stjórnvöld í Katar fordæmdu árás Írana og sögðu hana vera gróft brot á fullveldi sínu. Þá sögðust þau hafa skotið niður eldflaugarnar áður en þær náðu að skotmarki sínu. Sagði talsmaður katarska stjórnvalda að þau áskildu sér rétt til þess að svara árásinni. 

Íransstjórn sagði að árásin hefði ekki beinst gegn Katar heldur Bandaríkjunum. Þá skutu þau sama fjölda af eldflaugum og Bandaríkin beittu í árás sinni á Íran. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert