Íranir hafa hvatt íbúa í ísraelsku borginni Ramat Gan að yfirgefa borgina. Hún liggur skammt frá höfuðborginni Tel-Aviv. Gefur þetta til kynna að Íranir hyggi á frekari loftárásir í Ísrael á næstu klukkustundum.
Á sama tíma heyrast kröftugar sprengingar í Teheran, höfðuðborg Íran. Ísrelsmenn sendu fyrr í dag sambærilega aðvörun til íbúa á vissu svæði í Teheran. Gerðu þeir það með því að sýna á afmörkuðu svæði á korti hvar yfirvofandi sprengjuárás myndi verða.
Uppfært 22:20
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um að vopnahléssamkomulag hafi náðst á milli Íran og Ísraels.