Íranir muni ekki gleyma

Aðgerð Bandaríkjahers gagnvart kjarnorkuinnviðum í Íran nefndist Miðnæturhamar.
Aðgerð Bandaríkjahers gagnvart kjarnorkuinnviðum í Íran nefndist Miðnæturhamar. AFP/Andrew Harnik

Íranir segja árás Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í landinu vera svik við diplómasíu.

Esmaeil Baqaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, segir að Íranir og framtíðar kynslóðir Írana muni ekki gleyma því að Íranir hafi verið í miðju diplómasísku ferli með Bandaríkjamönnum um kjarnorkuáætlun landsins. Nú séu Bandaríkin hins vegar í stríði við Íran.

„Þeir ráðast á okkur hernaðarlega tveimur dögum fyrir upphaf viðræðna. Það eru svik við diplómasíu og grundavallarreglur samtalsins,“ segir Baqaei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert