Katarar áskilja sér rétt til að svara í sömu mynt

Sprengja sem loftvarnir Katara náðu að stöðva áður en hún …
Sprengja sem loftvarnir Katara náðu að stöðva áður en hún komst að herstöð Bandaríkjamanna í landinu. AFP

Yfirvöld í Katar segjast áskilja sér rétt til þess að svara árásum Írana á herstöð Bandaríkjamanna í landinu. Segja þeir  Herstöðin er sú stærsta sem Bandaríkjamenn notast við í Mið-Austurlöndum.

Þetta kemur fram í máli Majed Al-Ansari talsmanns utanríkisráðuneytis Katar. Fram kemur að búið hafi verið að rýma herstöðina þegar árásin var gerð.

Meginþungi árásar Íranshers beindist gegn herstöðinni al-Údeid í Katar, en herstöðin gegnir mikilvægu hlutverki í flugaðgerðum Bandaríkjahers í Mið-Austurlöndum. Hátt í 10 þúsund hermenn hafast þar við að jafnaði.

Sádí-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa fordæmt árásina og Kúveit hefur lokað lofthelgi sinni tímabundið í varúraðskyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert