Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er þeirrar skoðunar að Íranar ættu að steypa stjórnvöldum af stóli neiti þau að semja um kjarnorkuáætlun landsins.
Talsmaður Hvíta hússins í Washington segir að Trump sé þó enn áhugasamur um diplómatíska lausn.
„Ef íranska stjórnin neitar að koma að friðsamlegri diplómatískri lausn, sem forsetinn hefur enn áhuga á, af hverju ættu íranskir landsmenn ekki að koma þessum ótrúlega ofbeldisfullu stjórnvöldum frá völdum, sem hafa kúgað þá í áratugi?“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í viðtali við Fox News.