Íran og Ísrael skiptast á ásökunum um árásir

Hernaðaryfirvöld í Íran saka Ísrael um að hafa gert loftárásir á Íran klukkan 5.30 í morgun að íslenskum tíma, um einni og hálfri klukkustund eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að vopnahlé milli ríkjanna hefði tekið gildi.

„Síonistaríkið framkvæmdi þrjár bylgjur árása á írönsku yfirráðasvæði fram til klukkan 9 [5.30 að íslenskum tíma] í dag,“ er haft eftir talsmanni yfirstjórnar hersins í Ríkissjónvarpi Írans, án þess að veita frekari upplýsingar um meintar árásir.

Segjast hafa skotið niður eldflaugar

Ísra­els­her greindi frá því í morgun að tvær eld­flaug­ar frá Íran hefðu verið skotn­ar niður í Ísrael eft­ir að vopna­hlé á milli ríkj­anna tók í gildi.

Yfirvöld í Íran neita þeim ásökunum.

Benjanmín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans.
Benjanmín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans. Samsett mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert