Segjast hafa tafið kjarnorkuáætlun Írans um mörg ár

Eyal Zamir er yfirmaður ísraelska heraflans.
Eyal Zamir er yfirmaður ísraelska heraflans. AFP

Yfirmaður ísrelska hersins, Eyal Zamir, segir að árásir Ísraelsmanna á Íran hafi tafið kjarnorkuáætlun landsins um mörg ár.

Sagði hann að átökin á milli þjóðanna væru komin á nýtt stig en notaði ekki orðið vopnahlé í yfirlýsingu sem birt var í dag. Eins og fram hefur komið sömdu Íranir og Ísraelsmenn um vopnahlé í gærkvöldi.

„Átökum við Íran er ekki lokið. Við erum komin í nýja stöðu sem helgast af þeim árangri sem náðst hefur,“ segir Zamir í yfirlýsingu.

Sagði hann að nú myndi herinn beina athygli sinni að Gasasvæðinu að nýju og að markmiðið væri að frelsa gísla sem teknir voru í október árið 2023 auk þess að uppræta Hamas-samtökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert