Trump tókst að koma í veg fyrir fleiri árásir

Ljósmynd frá því þegar Netanjahú heimsótti Trump í Hvíta húsið …
Ljósmynd frá því þegar Netanjahú heimsótti Trump í Hvíta húsið fyrr á árinu. AFP/Saul Loeb

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lét orrustuþotur Ísraelshers snúa við á leið sinni til Írans eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hringdi í hann. Forseti Írans segir að Íranar muni virða vopnahléið ef Ísraelsmenn gera það líka.

„Í kjölfar samtals milli Trumps forseta og Netanjahús forsætisráðherra hefur Ísrael haldið aftur af frekari árásum,“ segir í yfirlýsingu frá embætti Netanjahús. 

New York Times hef­ur eft­ir tals­manni Hvíta húss­ins að for­set­inn banda­ríski hafi verið „ákveðinn og af­drátt­ar­laus“ við Net­anja­hú um það sem þyrfti að ger­ast til að vopna­hléð myndi halda. Net­anja­hú hafi skilið áhyggj­ur Trumps og al­var­leika ástands­ins.

Forseti Íran kveðst tilbúinn að virða vopnahlé

Forseti Írans, Masoud Pezeshkian, sagði fyrir skömmu að landið muni virða vopnahlé Donalds Trumps, að því gefnu að Ísrael virði einnig skilmála þess.

„Ef síonistaríkið rýfur ekki vopnahléið mun Íran ekki brjóta það heldur,“ sagði Pezeshkian í símtali við Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu, samkvæmt vefsíðu forsetaembættisins.

Var ekki skemmt og notaði blótsyrði

Klukkan sjö að staðartíma skaut Íran einni eldflaug að Ísrael og tveimur til viðbótar á ellefta tímanum. Eldflaugarnar voru m.a. skotnar niður og engan sakaði. Sem svar við brotum Írans á vopnahléinu eyðilagði flugher Ísraels ratsjárstöð nálægt Teheran, höfuðborg Írans.

Þotur voru einnig á leið til að ráðast á fleiri skotmörk í Íran þegar Trump sagði Ísraelsmönnum að láta af árásum sínum á samfélagsmiðlum.

Eins og sjá má á viðbrögðum Trumps í morgun, er blaðamenn ræddu við hann, var honum ekki skemmt yfir því að vopnahléið væri við það að falla í sundur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert