Trump varpaði F-sprengjunni

Donald Trump Bandaríkjaforseta var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi við fréttamenn um hátterni Ísraela og Írana á þeim 12 klukkustundum sem liðu fram að því að vopnahlé hófst eftir 12 daga átök. Vopnahléð heldur sem stendur en sprengjum var varpað eftir að það átti að taka gildi í morgun.

Þá vörpuðu báðar þjóðir sprengjum innan landamæra hvor annars af miklum móð áður en vopnahléð hófst. Íranir í um sex klukkustundir en Ísraelar í 12 klukkustundir. Sérstaklega voru Ísraelar stórtækir í árásum sínum og lýsti Trump óánægju sinni með Ísraelsmenn við fréttamenn.

Trump greip til fúkyrðis sem ekki er algengt að heyra úr ranni stjórnmálamanns, orðs sem á stundum er nefnt F-orðið af gárungum.

Spurður um málið sagði Trump m.a. í samtali við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið.

„Í grunninn erum við með tvö lönd sem hafa svo lengi átt í átt í hörðum átökum að þau vita ekki hvað í andskotanum (Fuck) þau eru að gera,“ segir Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert