Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segja að á bilinu 180.000 - 200.000 manns hafi tekið þátt í gleðigöngunni í dag og hafa aldrei jafn margir tekið þátt í atburðinum í Ungverjalandi.
Hin mikla þátttaka vekur athygli í ljósi þess að Victor Orban forsætisráðherra Ungverjalands bannaði gleðigönguna í landinu í nýlegri löggjöf. Lögregla hafði heitið því að sekta hvern þann sem myndi taka þátt í göngunni en enn sem komið er hefur enginn verið stöðvaður af lögreglu.