Leitar- og björgunarsveitir í Noregi hófu í kvöld umfangsmikla leit að manni sem féll fyrir borð í Norrænu þegar ferjan var á leið frá Danmörku til Færeyja. Seyðsfjörður er einn þriggja áfangastaða Norrænu.
Norræna er rekin af Smyril line sem er í færeyskri eigu.
Ekstra Bladet í Danmörku segir frá.
Fram kemur í máli Vincent Roos, yfirbjörgunarstjóra björgunarsveita í Noregs að maðurinn hafi fallið í sjóinn um 12 sjómílur suður af Mandal sem er á milli Noregs og Danmörku.
Leitað er úr lofti og á sjó.
Auk þess að sigla til Seyðisfjarðar fer Norræna til Hirtshals í Danmörku og Þórshafnar í Færeyjum.
Tilkynningin barst um klukkan 20:15 á norskum tíma eða fyrir nálægt þremur tímum frá því þetta er skrifað. Aðdragandi slyssins er enn óljós og lítið er vitað um manninn sem féll fyrir borð.
Samkvæmt gögnum frá MarineTraffic hefur ferjan verið kyrr á svæðinu þar sem mannsins er saknað frá því tilkynning barst.
Slysið átti sér stað í norskri lögsögu og er því það á ábyrgð norskra yfirvalda að stýra aðgerðum.