Maðurinn fannst ekki: Leit hætt

Norræna.
Norræna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Maður sem féll fyrir borð Norrænu í gær er talinn vera látinn. Hann fannst ekki í umfangsmikilli leit björgunarsveita í gærkvöldi og verður ekki leitað frekar. Leitinni lauk um klukkan níu í gærkvöldi.

Frá þessu greinir Ekstra Bladet í Danmörku.

Ferjan var á leið sinni frá Danmörku til Færeyja þegar maðurinn féll fyrir borð.

Ferð hennar var frestað meðan á leitinni stóð í gærkvöldi. Hún fór aftur af stað eftir að leitinni lauk í gærkvöldi og stefnir nú til Þórshafnar í Færeyjum.

Haft er eftir Vincent Roos, yf­ir­björg­un­ar­stjóra björg­un­ar­sveita í Nor­egi, að litið hafi verið svo á að engin von væri á því að finna manninn. Þyrlur og bátar voru notaðir við leitina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert