Diddy saklaus í þremur af fimm ákæruliðum

Jean Combs, móðir Sean Combs.
Jean Combs, móðir Sean Combs. EDUARDO MUNOZ ALVAREZ

Dómur í máli Sean Diddy Combs var kveðinn upp í alríkisdómi í New York rétt í þessu. 

Kviðdómendur í málinu komust að þeirri niðurstöðu að Diddy hefði hvorki gerst uppvís að fjárdrætti né mansali á tveimur konum en hann var þó fundinn sekur um að hafa flutt báðar konurnar í þeim tilgangi að láta þær stunda vændi. 

Teikning af sjálfum Sean Diddy Combs við réttarhöldin í New …
Teikning af sjálfum Sean Diddy Combs við réttarhöldin í New York. Skjáskot/Youtube

Ákæruliðirnir sem Diddy var fundinn sekur um, voru vægustu ákæruliðirnir og kemur niðurstaða kviðdómsins því mörgum eflaust á óvart, en fjöldi vitna mættu fyrir dóminn og lýstu því hvernig Diddy hefði þvingað þau til að taka þátt í alræmdum kynlífspartíum hans, þar á meðal Cassie Venture fyrrum kærasta hans.

Hámarksrefsing við þeim liðum sem Diddy var fundinn sekur um er 10 ára fangelsisdómur. 

Móðir Sean Combs yfirgefur dómshúsið í New York.
Móðir Sean Combs yfirgefur dómshúsið í New York. AFP

Sigur fyrir Diddy

Óvíst er hve þunga refsingu Diddy fær fyrir brot sín en dómari í máli hans ákveður það. Verjendur hans hafa þó farið fram á að honum verði sleppt í dag gegn tryggingu upp á eina milljón dala. 

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu brutust út mikil fagnaðarlæti í dómsalnum þegar kviðdómurinn tilkynnti um niðurstöðu sína.

Saksóknarinn í málinu, Maurene Comey, hefur þó gefið það út að hún muni fara fram á þyngstu mögulega refsingu í málinu enda sé ljóst að Diddy sé hættulegur einstaklingur sem geti ekki fengið að ganga laus að mati ákæruvaldsins.

Sonur Sean Combs, King Combs, yfirgefur dómshúsið.
Sonur Sean Combs, King Combs, yfirgefur dómshúsið. AFP
Stuðningsmaður Diddys ánægður með niðurstöðuna.
Stuðningsmaður Diddys ánægður með niðurstöðuna. EDUARDO MUNOZ ALVAREZ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert