Þingmenn repúblikana gera uppreisn gegn Trump

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar.
Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar. AFP/TASOS KATOPODIS

Óvissa er uppi um hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings takist að afgreiða skattafrumvarp Donalds Trumps líkt og áætlað var nú í kvöld, en nokkrir þingmenn repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa sagst ætla að kjósa gegn því og þar með þurrka út nauman meirihluta repúblikana á þinginu. 

Trump sækist eftir lokasamþykkt á hinu svonefnda „Stóra fal­lega frum­varpi“ (e. Big beautiful bill) í fulltrúadeildinni, en það hefur mætt mikilli mótstöðu frá bæði demókrötum og nú síðast innan raða hans eigin flokks.

Einnig hafa margir aðrir blandað sér í umræðu um frumvarpið líkt og auðkylfingurinn Elon Musk, en hann hefur verið óvæginn í gagnrýni sinni á það, sökum þess að áætlað er að það  muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um mörg þúsund milljarða dala. 

Ekki er útlit fyrir að deilan í röðum repúblikana leysist í bráð en forseti þingsins, Mike Johnson, segist bjartsýnn á að hann muni koma frumvarpinu í gegnum þingið í kvöld.

Það er þó strembið verk sem blasir við Johnson enda samningskjörin afar kröpp, en um tuttugu þingmenn hafa lýst sig andsnúna frumvarpinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert