Íhuga kaup á loftvarnakerfum fyrir Úkraínu

Friedrich Merz kanslari Þýskalands.
Friedrich Merz kanslari Þýskalands. AFP

Stjórnvöld í Þýskalandi kanna nú möguleikann á að kaupa loftvarnakerfi fyrir Úkraínu frá Bandaríkjunum.

Stefan Kornelius talsmaður ríkisstjórnarinnar staðfesti við fréttastofu AFP að frekari umræður muni eiga sér stað, spurður hvort ríkisstjórnin hefði verið í sambandi við stjórnvöld í Bandaríkjunum um kaup á loftvarnakerfum.

Kornelius staðfesti einnig að Friedrich Merz kanslari Þýskalands hefði rætt málið í símtali við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert