23 ára gamall maður hefur játað fyrir finnsku lögreglunni að hafa framið hnífstunguárás í verslunarmiðstöð í Tampere í Finnlandi í gær.
Finnska lögreglan greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun.
Að sögn lögreglu tókst árásarmanninum að stinga fjóra einstaklinga á aðeins einni mínútu. Ástand fólksins er lýst sem alvarlegu.
Fórnarlömbin eru þrjár konur á aldrinum 34, 40 og 52 ára og 35 ára gamall karlmaður. Hinn grunaði hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárás og rán. Hann sagði við yfirheyrslu að hafa valið fórnarlömbin af handahófi og þekkti þau ekki að sögn lögreglu.