Stjórnvöld í Rússlandi segjast hafa náð tveimur þorpum í Austur-Úkraínu á sitt vald. Annað þorpið, Piddubne, er á Donetsk-svæðinu og hitt, Sobolivka, á Kharkiv-svæðinu.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa.
Fyrir stríðið bjuggu um 500 manns í Piddubne þorpinu sem liggur aðeins sjö kílómetra frá landamærum Dnipropetrovsk-svæðisins í Úkraínu.
Sobolivka þorpið liggur um þrjá kílómetra vestur af bænum Kupiansk, utan svæða sem Rússar segjast hafa yfirráð yfir.
Í tveimur aðskildum færslum á Telegram sagði rússneska varnarmálaráðuneytið herdeildir sínar hafa „frelsað“ þorpin Poddubnoye og Sobolevka, og notuðu rússneska stafsetningu fyrir heitin.
Rússar hafa ekki sölsað undir sig meira landsvæði í einum mánuði en þeir gerðu í júní síðan í nóvember á síðasta ári, samkvæmt greiningu AFP- fréttastofunnar á gögnum frá ISW (Institute for the Study of War).