Telja sig hafa handtekið skipuleggjanda tilræðisins

Hernandez er sagður með langa sakaskrá og á skrá hjá …
Hernandez er sagður með langa sakaskrá og á skrá hjá Interpol. AFP

Lögregla í Kólumbíu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skipulagt tilræðið gegn forsetaframbjóðandanum Miguel Uribe í júní.

Maðurinn heitir Elder Jose Arteaga Hernandez og er sagður hafa verið aðalskipuleggjandi tilræðisins. Á hann að hafa ráðið 15 ára ungling til verksins, sem er sagður tilheyra neti leigumorðingja. Greiðslu sem samsvarar 250 þúsund Bandaríkjadölum á að hafa verið lofað fyrir verkið.

Skotinn tvisvar í höfuðið fyrir framan kjósendur

Uri­be er 39 ára gam­all hægris­innaður þingmaður. Hann var skot­inn tvisvar í höfuðið og einu sinni í hnéð, er hann var að ávarpa kjós­end­ur í höfuðborg­inni Bogata, áður en árás­armaður­inn var hand­tek­inn. Uribe liggur enn alvarlega slasaður á sjúkrahúsi.

Lögregla segir Hernandez hafa skipulagt atbruðarásina fyrir tilræðið, tilræðið sjálft og það sem gerðist að tilræðinu loknu.

Fimm verið handteknir

Lögregla hefur nú handtekið fimm í tengslum við málið, þar á meðal 15 ára byssumanninn. Hernandez er sagður með langa sakaskrá og á skrá hjá Interpol.

Uribe tilkynnti um áform sín um að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert