Vonast eftir breyttri Úkraínu á 35 ára afmæli

Keith Kellogg, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, sagðist á viðburði í Kænugarði vona að þegar þessi stríðshrjáða þjóð fagnaði 35 ára sjálfstæði sínu á næsta ári yrði öllum bardögum við Rússa lokið og Úkraína yrði „ekki sami staður” og í dag.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti var viðstaddur viðburðinn í höfuðborg Úkraínu ásamt háttsettum vestrænum embættismönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert