Minnst 18 drepnir í hörðum árásum Ísraelsmanna

18 voru drepnir í árásum Ísraelshers í Gasaborg í dag.
18 voru drepnir í árásum Ísraelshers í Gasaborg í dag. AFP

Minnst 18 eru látnir eftir harðar árásir Ísraelsmanna bæði úr lofti og landi á svæði í útjaðri Gasaborgar í dag.

Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu segja að minnsta kosti 18 hafi verið drepnir, þar af 13 við úthlutunarmiðstöð fyrir neyðaraðstoð í Gasaborg.

Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum ætlar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraela, að kalla saman öryggisráðið í dag til að ræða næstu skref í þeirri sókn sem nú er í gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert