Vill „kveðja“ forsætisráðherrann

François Bayrou er umdeildur í heimalandi sínu.
François Bayrou er umdeildur í heimalandi sínu. AFP/Alain Jocard

François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu í deilum um fjárlög við stjórnarandstöðuna og ætti að „kveðja,“ að sögn Olivier Faure, leiðtoga sósíalista, sem hefur fallið frá stuðningi við hann.

Forsætisráðherrann tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist óska eftir traustsyfirlýsingu franska þingsins hinn 8. september í von um að tryggja nægan stuðning við áætlun sína um niðurskurð ríkisútgjalda. Faure sagði að ákvörðun sósíalista um að greiða atkvæði gegn ríkisstjórn Bayrous 8. september væri endanleg.

„Ákvörðunin sem við tókum er óafturkræf,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. „Það eina sem ég bíð eftir að hann geri núna er að kveðja.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert