Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur útnefnt varnarmálaráðherrann Sebastien Lecornu sem nýjan forsætisráðherra í stað Francois Bayrou sem baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í morgun eftir að þingið samþykkti vantrauststilögu á ríkisstjórn hans.
Macron hefur falið Lecornu „að hafa samráð við þau stjórnmálaöfl sem eiga fulltrúa á þingi með það fyrir augum að samþykkja fjárlög fyrir þjóðina og gera þá samninga sem eru nauðsynlegir fyrir ákvarðanir næstu mánaða,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembættinu.
Franska þingið samþykkti í gær vantrauststillögu á hendur Francois Bayrou.
Bayrou kallaði sjálfur eftir atkvæðagreiðslunni en hann var aðeins níu mánuði í starfi.
