Sex fallnir í Doha: Bretar fordæma loftárásirnar

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir árásir Ísraela brjóta gegn fullveldi …
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir árásir Ísraela brjóta gegn fullveldi Katar og stefna átakasvæðinu í hættu á frekari stigmögnun. AFP/Toby Melville

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdir loftárásir Ísraela í Doha í Katar, sem beindust gegn pólitískum leiðtogum Hamas-hryðjuverkasamtakanna.

Starmer segir árásirnar brjóta gegn fullveldi Katar og stefna átakasvæðinu í hættu á frekari stigmögnun.

Eina leiðin að varanlegum friði

Hamas-samtökin segja sex hafa fallið í árásunum, þar á meðal katarskan öryggisvörð.

Á samfélagsmiðilinn X skrifaði Starmer að forgangsröðin hljóti að vera tafarlaust vopnahlé, lausn gísla og stóraukin aðstoð á Gasasvæðinu.

„Þetta er eina leiðin að varanlegum friði.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að honum líði illa yfir staðsetningu árása Ísraela í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert