Eru Trump og Musk búnir að ná sáttum?

Ekki er ljóst hvort að mennirnir hafi náð sáttum en …
Ekki er ljóst hvort að mennirnir hafi náð sáttum en það virtist liggja vel á þeim á leikvanginum. AFP/Charly Triballeau

Á minningarathöfn Charlie Kirk sem fer nú fram á þéttsetnum leikvangi í Arizona mátti sjá nokkuð óvænta sjón; Donald Trump Bandaríkjaforseta og Elon Musk hlið við hlið að spjalla.

Vinsamband þeirra óx verulega á síðasta ári og eftir að Trump komst í embætti var Elon Musk nær daglegur gestur í Hvíta húsinu. Aftur á móti urðu vinslit í Washington D.C. þegar Musk ákvað að hjóla í Trump á samfélagsmiðlum í júní. Báðir menn skutu á hvor annan í talsverðan tíma, þó að öldurnar hafi lægt að undanförnu. 

Það er smekkfullt á leikvanginum.
Það er smekkfullt á leikvanginum. AFP/Patrick T. Fallon

Báðir menn þekktu Charlie Kirk og báru mikla virðingu fyrir honum. Á stundu sem þessari virðast mennirnir hafa grafið öxina í bili. 

Charlie Kirk var skotinn til bana í Utah 10. september og er arfleifðar hans nú minnst fyrir framan 63.000 manns á State Farm-leikvanginum. Færri komust að en vildu á athöfnina en hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu á YouTube. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka