Forseti Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, er lagður af stað til Bandaríkjanna að því er ríkisfjölmiðlar greina frá.
Þar mun al-Sharaa, sem steypti forvera sínum Bashar al-Assad af stóli í valdaráni, tala fyrir eyrum fjölda þjóðarleiðtoga á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg.
Valdaránið átti sér stað í fyrra og var leitt af íslömskum vígahópum. Einræðisherrann, Assad, hafði þá verið við völd frá aldamótum. Faðir hans, Hafez al-Assad, var einnig forseti Sýrlands í tæp 30 ár.

