Kallaði Epstein „einstakan vin“

Sarah Ferguson.
Sarah Ferguson. AFP

Tvö bresk dagblöð hafa birt tölvupóst sem sagður er hafa verið sendur af hertogaynjunni af York, Söruh Ferguson, til barnaníðingsins Jeffrey Epstein, þar sem hún kallar hann „einstakan vin“ þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm fyrir kynferðisbrot.

Götublöðin The Sun og Mail on Sunday greina frá því að tölvupósturinn, sem er frá árinu 2011, hafi verið sendur vikum eftir að hertogaynjan hafði opinberlega fjarlægst hinn svívirta fjármálamann.

Talsmaður hertogaynjunnar, sem er fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, hertogans af York, sagði að tölvupósturinn hefði verið til að bregðast við hótun Epsteins um að lögsækja hana fyrir ærumeiðingar, að því er breska útvarpið segir frá. 

Í viðtali árið 2011 sagði hertogaynjan að samskipti hennar við Epstein hefðu verið „gríðarlegur dómgreindarskortur“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert