Sarah Ferguson, hertogaynja af York, hefur verið látin hætta sem verndari góðgerðarsamtaka í þágu barna vegna tölvupósts þar sem hún kallaði barnaníðinginn Jeffrey Epstein „einstakan vin” þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir kynferðisbrot.
Góðgerðarsamtökin Julia´s House, hafa látið Ferguson, fyrrverandi eiginkonu Andrésar Bretaprins, hætta sem verndara þeirra, að sögn BBC.
Fram kemur í tilkynningu frá þeim að ekki væri lengur við hæfi að Ferguson héldi áfram sem verndari samtakana vegna samskipta hennar við Epstein.
„Við höfum látið hertogaynjuna af York vita af þessari ákvörðun og þökkum henni fyrir stuðning hennar fram að þessu.”
