Tugir þúsunda flykktust út á götur stærstu borga Brasilíu um helgina til að mótmæla frumvarpi þingsins í landinu sem gæti náðað fyrrverandi forsetann Jair Bolsonaro.
Stuttu eftir að Bolsonaro var dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir að skipuleggja valdarán flýtti brasilíska þingið, þar sem íhaldsmenn eru í meirihluta, frumvarpi þar sem friðhelgi er í boði fyrir um 700 stuðningsmanna hans sem voru dæmdir fyrir að ryðjast inn í byggingar ríkisstjórnarinnar í janúar árið 2023.
Hugsanlegt er að Bolsonaro njóti einnig góðs af frumvarpinu.
Forsetinn skipulagði valdaránstilraunina eftir að hann tapaði forsetakosningum árið 2022 fyrir hinum vinstrisinnaða Luiz Inacio Lula da Silva en Bolsonaro reyndi að halda völdum í kjölfarið.
Þeir sem voru í ákæru sagðir bera ábyrgð á samsærinu voru sagðir hafa ýtt undir ofbeldisverk og skemmdarverk sem voru unnin þegar stuðningsmenn Bolsonaros réðust inn í forsetahöllina, þinghúsið og húsnæði Hæstaréttar landsins í höfuðborginni.
Þá sýndu rannsakendur fram á samsæri um að ráða Lula, varaforsetann Geraldo Alckmin og hátt settan dómara af dögum. Þetta hefði verið gert með samþykki Bolsonaros.
Bolsonaro var einnig sakaður um að hafa „stofnað til ólöglegrar glæpasamtaka sem hafi njósnað með ólögmætum hætti um opinbera starfsmenn og vísvitandi dreift falsfréttum til fólks“.