Yfir 60 þúsund létust af völdum hita

Fólk kælir sig í gosbrunni í Madríd á Spáni í …
Fólk kælir sig í gosbrunni í Madríd á Spáni í júlí í fyrra. AFP/Oscar Del Pozo

Meira en 60 þúsund manns létust af völdum hita í Evrópu þegar hitamet voru sett víðs vegar um heimsálfuna í fyrrasumar.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem var birt í dag.

„Sumarið 2024 var sérstaklega banvænt í Evrópu þegar dauðsföll yfir 60 þúsund manns tengdust hita. Þar með er fjöldi þeirra sem hefur látist á þennan hátt síðustu þrjú sumur kominn yfir 181 þúsund,” sagði rannsókninni, sem birtist í tímaritinu Nature Medicine.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert