Fimmtíu metra jarðfall í Bangkok

Fimmtíu metra djúpt jarðfall varð á götu fyrir framan spítala og lögreglustöð í Bangkok í Taílandi í gær.

Jarðfallið var minna til að byrja með en stækkaði hratt eftir að vatnslögn sprakk.

Vatnsflæðið losaði þannig um jarðveginn undir götunni enn frekar og hrundu fleiri tonn af jarðvegi ofan í neðanjarðarlestarstöð á byggingarstigi.

Gert er ráð fyrir að viðgerðir á veginum taki um eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert