Karl III Bretlandskonungur og Kamilla drottning munu fara í ríkisheimsókn til Leós XIV páfa í Vatíkaninu í næsta mánuði.
„Hans og hennar hátign konungur og drottning munu fara í ríkisheimsókn í Vatíkanið í lok október 2025,“ sagði í tilkynningu frá Buckingham-höllinni.
Um sex mánuðir eru síðan konungshjónin hittu forvera Leó, Frans páfa, skömmu fyrir dauða hans í apríl.
