Byrjað var að loka ríkisstofnunum í Bandaríkjunum eftir miðnætti sökum þess að þingmönnum og Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst samþykkja bráðabirgðafjárlög.
Viðræðurnar strönduðu á kröfum Demókrataflokksins um fjármögnun fyrir heilbrigðiskerfið.
Næstum sjö ár eru liðin frá lengstu lokunum ríkisstofnana í Bandaríkjunum, sem stóðu yfir í 35 daga.
Lokanirnar hafa áhrif á hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna.
Trump kenndi demókrötum um að viðræðurnar hefðu strandað og hótaði því að refsa flokknum og kjósendum hans.
„Við myndum segja upp fjölda manns og þetta myndi hafa mikil áhrif á þetta fólk. Og þau eru demókratar, þeir verða demókratar,” sagði Trump í Hvíta húsinu og bætti við að margt gott gæti komið út úr lokunum ríkisstofnana. Hægt væri að losa sig við ýmislegt sem ríkisstjórnin væri ósátt við, sem tengdist demókrötum.

